Skessuhorns. ">

Landbúnaðarnefnd leggst gegn nektardansi

Hugtakið landbúnaður er orðið mun víðtækara í dag en það …
Hugtakið landbúnaður er orðið mun víðtækara í dag en það var fyrir fáum árum þegar ær og kýr voru ær og kýr bænda segir á vef Skessuhorns. mbl.is/Þorkell

Land­búnaðar­nefnd Borg­ar­byggðar vill að nekt­ar­dans verði al­farið bannaður í sveit­ar­fé­lag­inu. Formaður nefnd­ar­inn­ar seg­ir mikl­ar umræður hafa spunn­ist um málið á síðasta fundi. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Skessu­horns.

Þar seg­ir að því hafi verið haldið fram að hug­takið land­búnaður sé orðið mun víðtæk­ara í dag en hafi verið fyr­ir fáum árum þegar ær og kýr voru ær og kýr bænda og fátt annað flokkaðist und­ir þessa at­vinnu­grein. Það er alla­vega ljóst að land­búnaðar­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins Borg­ar­byggðar læt­ur sig ým­is­legt varða sem ekki hef­ur fram að þessu tal­ist hefðbund­inn land­búnaður.

Í síðustu fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar seg­ir m.a.: “....Þá tek­ur land­búnaðar­nefnd und­ir álit fé­lags­mála­nefnd­ar og legg­ur til að í 29. grein bæt­ist að nekt­ar­dans verði al­farið bannaður í sveit­ar­fé­lag­inu.”

Kristján Ágúst Magnús­son á Snorra­stöðum, formaður land­búnaðar­nefnd­ar, sagði í sam­tali við Skessu­horn að ástæðan fyr­ir því að nekt­ar­dans hafi komið inn á borð nefnd­ar­inn­ar, ef svo megi að orði kom­ast, sé sú að nefnd­inni hafi verið falið að gera at­huga­semd­ir við lög­reglu­samþykkt sveit­ar­fé­lags­ins. Kristján seg­ir að þá hafi þessi til­laga komið frá ein­um nefnd­ar­manna og um hana hafi spunn­ist mikl­ar og skemmti­leg­ar umræður. Menn hafi meðal ann­ars viljað hafa á hreinu hvort bann við nekt­ar­dansi ætti bara að gilda fyr­ir veit­ingastaði eða hvort það myndi einnig gilda í heima­hús­um og gangna­manna­kof­um svo dæmi væru tek­in.

Aðspurður um hvort ekki væri verið að úti­loka hugs­an­lega auka­bú­grein með því að banna nekt­ar­dans sagði Kristján að það kynni svosem að vera og alla­vega væri ljóst að í fjós­um og fjár­hús­um vítt og breytt um sveit­ar­fé­lagið væri mikið af ónotuðum súl­um, jafn­vel heilu rör­mjalta­kerf­in, seg­ir á frétta­vef Skessu­horns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert