Lögðu fram nýja tillögu um Sundabraut

Á fundi umhverfisráðs Reykjavíkurborgar hinn 9. október síðastliðinn var lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar varðandi matsáætlun vegna annars áfanga Sundabrautar. Jafnframt var þá lögð fram tillaga þáverandi minnihluta F-lista, Samfylkingar og Vinstri grænna um að tillaga þeirra um legu Sundabrautar, 2. áfanga, yrði tekin til umhverfismats. Tillaga F-lista, Samfylkingar og VG gengur út á að Sundabraut verði lögð í jarðgöng frá mislægum gatnamótum í Gufunesi yfir í Gunnunes/Álfsnes. Fyrirhuguð íbúðarbyggð í Geldinganesi verði tengd Gufunesi/Sundabraut með brú yfir í Eiðisvík.

Með breytingunum sem í gær urðu á borgarstjórn tekur Svandís Svavarsdóttir við formennsku í skipulagsráði. Ekki náðist í hana vegna málsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka