Osama bin Laden „hatar Björk“

00:00
00:00

Osama bin Laden hat­ar Björk, og er meinilla við ís­lensku hver­ina, sagði Ja­son Jo­nes, „frétta­rit­ari“ banda­ríska grín­fréttaþátt­ar­ins „The Daily Show,“ sem sýnd­ur er á sjón­varps­stöðinni Come­dy Central, er hann hélt blaðamanna­fund á Hilt­on-hót­el­inu í Reykja­vík í morg­un.

Útsend­ar­ar „The Daily Show“ eru stadd­ir hér á landi við efnisöfl­un í til­efni af brott­kvaðningu ís­lenska „hers­ins“ frá Írak, en sem kunn­ugt er ákvað ut­an­rík­is­ráðherra ný­verið að þátt­töku Íslands í þjálf­un­ar­verk­efni NATO í Írak yrði hætt, og var ís­lenski friðargæsluliðinn, Her­dís Sig­ur­gríms­dótt­ir, kvödd heim.

Jo­nes kvaðst á frétta­manna­fund­in­um í morg­un hafa rætt við ýmsa aðila á Íslandi, þ. á m. Her­dísi, Magnús Ver Magnús­son og Stefán Páls­son, formann Sam­taka hernaðarand­stæðinga.

Efnið sem Jo­nes og fé­lag­ar hafa unnið hér­lend­is und­an­farna daga verður vænt­an­lega sýnt í „The Daily Show“ eft­ir um hálf­an mánuð. CNN In­ternati­onal send­ir viku­lega út sam­an­tekt úr þætt­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka