Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum á Stöð 2 að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri væri velkominn í heimsókn hvenær sem er en ítrekaði jafnframt að hann hefði ávallt verið þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti að vera í Vatnsmýrinni og tók fram að til stæði að byggja hann upp svo að Iceland Express gæti fengið aðstöðu á honum til að geta farið í samkeppni á innanlandsflugsmarkaðnum.
Dagur B. Eggertsson sagði á fundi Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar á laugardaginn var þegar hann var spurður út í málefni flugvallarins að það væri ljóst að þeir Kristján Möller þyrftu að funda innan tíðar.