Ökumaður sem ók á bíl í Blikahjalla í Kópavogi skömmu fyrir klukkan 21 ók á brott frá slysstað á ofsahraða og bárust lögreglunni fregnir af ferðum hans víðsvegar um Kópavog og inni í Hafnarfirði. Í bílnum sem ekið var á var kona og ungt barn. Sjúkrabíll var kallaður til. Að sögn lögreglu þurfti barnið aðhlynningu en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg.
Lögregla höfuðborgarsvæðisins náði síðan manninum sem er talin hafa valdið árekstrinum á Nýbýlavegi við Reykjanesbraut og var hann í annarlegu ástandi sem og drukkinn. Maðurinn sem er 32 ára er í haldi lögreglunnar. Hann var einn í bílnum.