Þjófur tekinn með fatnað og rakvélar

Karl á fertugsaldri var handtekinn í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Í bakpoka hans var m.a. að finna fatnað og rakvélar sem hann gat ekki gert greint fyrir. Hann var sömuleiðis með blóm í fórum sínum en fullvíst þykir talið að þau hafi verið fengin ófrjálsri hendi. Maðurinn var færður á lögreglustöð en þess má geta að hann var líka handtekinn fyrir þjófnað um síðustu helgi en þá stal hann fatnaði úr verslun í miðborginni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir unglingar staðnir að hnupli í matvöruverslun í Grafarvogi og í Kópavogi var fartölvu stolið úr einum af skólum bæjarins. Tölvan fannst aftur nokkru síðar en ekki er vitað hver þjófurinn er.

Í miðborginni var seðlaveski stolið af konu sem brá sér á hárgreiðslustofu. Konan lagði frá sér veskið í gluggakistu en það var horfið þegar hún hugðist vitja þess skömmu síðar. Seðlaveski var líka stolið þegar brotist var inn í bíl í Kópavogi. Veskið, sem hafði m.a. að geyma greiðslukort, var skilið eftir í framsæti bílsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert