Tilkynnt hefur verið um þrjú umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu eftir kl. átta. Eitt varð á Reykjanesbraut við verslun IKEA, annað á Gullinbrú og það þriðja varð á Vesturlandsvegi. Ekki liggja fyrir upplýsingar hvort einhver hafi slasast. Lögreglan segir að búast megi við því að tafir verði á umferð á þessum miklu umferðaræðum vegna óhappanna.