Verður kaffisopinn dýrari?

00:00
00:00

Íslend­ing­ar, sem eru meðal kaffiþyrst­ustu þjóða heims, þurfa ef til vill að fara að seil­ast dýpra í budd­una er þeir fá sér dags­skammt­inn, því að hækk­un­ar á heims­markaðsverði á kaffi­baun­um kann að gæta hér­lend­is, verði hún var­an­leg.

Heims­markaðsverð á kaffi­baun­um náði tíu ára há­marki í síðustu viku. Helsta ástæðan var ótti við upp­skeru­brest í Bras­il­íu, stærsta kaffi­baun­a­r­ækt­anda heims. Þá rík­ir óvissa um gæði upp­sker­unn­ar í Víet­nam, sem er næst stærsti kaffi­baun­a­r­ækt­and­inn.

Á síðasta upp­skeru­tíma­bili dróst fram­leiðslan í Bras­il­íu sam­an um tutt­ugu og þrjú pró­sent vegna þurrka, og nam þrjá­tíu og tveim komma sex millj­ón­um poka. Heims­fram­leiðslan á því tíma­bili var alls 114 millj­ón­ir poka, eða mun minni en tíma­bilið á und­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka