Samræmd próf fara fram í fjórðu og sjöundu bekkjum grunnskólanna í dag og á morgun. Próf í íslensku fer fram í dag og próf í stærðfræði á morgun. Um það bil 4200 nemendur í 4. bekk munu þreyta prófin og um það bil 4300 nemendur í 7. bekk.
fram kemur á vef Námsmatsstofnunar að yfirferð og úrvinnsla prófniðurstaðna muni fara fram í október og nóvember og að einkunnir muni berast nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra í byrjun desembermánaðar. Prófhefti nemenda verða send skólum öðru hvoru megin við jól og sjá skólar um að koma þeim áfram til nemenda og foreldra/forráðamanna.