Áhættumat fyrir Urriðafossvirkjun kynnt fyrir íbúum Flóahrepps

Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðarlega í Þjórsá: Hvammsvirkjun, …
Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðarlega í Þjórsá: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. mbl.is/RAX

Verkfræðistofan VST kynnti niðurstöður áhættumats fyrir Urriðafossvirkjun í Þjórsá á opnum fundi með íbúum Flóahrepps fimmtudaginn 18. október í félagsheimilinu Félagslundi. Í matinu kemur m.a. fram að útbreiðsla flóðs vegna stíflurofs í farvegi Þjórsár sé mjög takmörkuð og áin haldist að mestu í farvegi sínum. Hætta á flóði vegna stíflurofs er langt innan tilskilinna marka í mati á umhverfisáhrifum og úrskurði umhverfisráðherra vegna virkjananna þar sem segir að miða skuli við reglugerð um hættumat vegna ofanflóða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert