Bernskir borgarfulltrúar

"Seta í tíma­bund­inni stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur er mik­il­vægt og virðing­ar­vert verk­efni," seg­ir Jón Sig­urðsson, fyrr­um formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, iðnaðarráðherra og seðlabanka­stjóri. Hann hef­ur tekið sæti í stjórn OR und­ir for­ystu Bryn­dís­ar Hlöðvers­dótt­ur, aðstoðarrektors á Bif­röst og fyrr­um þing­manns Sam­fylk­ing­ar. Jón seg­ir stjórn­ina ekki koma póli­tík eða fyrr­um for­manni Fram­sókn­ar við.

"Þetta er viðskipta­legt stjórn­un­ar­verk­efni. Það var sjálfsagt og skylda mín að taka sæti í stjórn OR, þegar eft­ir því var leitað. Ég á ekki von á því að það verði nein læti í kring­um reglu­lega starf­semi Orku­veitu Reykja­vík­ur. Við tryggj­um rekst­ur og starf­rækslu meðan menn á vett­vangi stjórn­mál­anna fjalla um stefnu­mál fyr­ir­tæk­is­ins," seg­ir Jón. Hann seg­ir kjörna full­trúa ráða því hvort stjórn OR verði á ein­hvern hátt feng­in til ráðgjaf­ar um þá stefnu­mót­un. "Ég hef áður starfað í stjórn­um og fyr­ir­tækj­um og veit ekki annað en að Orku­veita Reykja­vík­ur sé stönd­ugt, sterkt fyr­ir­tæki und­ir góðri stjórn hæfra stjórn­enda. Ég lít á verk­efnið sem stjórn­un­ar­legt og viðskipta­legt." Jón Sig­urðsson seg­ir ásak­an­ir um að Björn Ingi Hrafns­son, full­trúi Fram­sókn­ar í stjórn OR, hafi fært fjár­fest­um tengd­um flokk­un­um millj­arða frá­leit­ar. Gísli Marteinn Bald­urs­son sagði þetta í borg­ar­stjórn í fyrra­dag og fleiri sjálf­stæðis­menn hafa sakað Björn um að ganga er­inda til­tek­inna auðmanna. "Þetta eru frá­leit­ar ásak­an­ir. Það er hreint lög­brot ef menn mis­muna hlut­höf­um um­fram það sem seg­ir í samþykkt­um hluta­fé­lags. Mér er ekki kunn­ugt um að sér­stakt hlut­hafa­sam­komu­lag sé til. Ef slík ákvæði eru ekki til hef­ur þú enga ástæðu til að flokka eig­end­ur á þenn­an hátt," seg­ir Jón.

"Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa látið til­finn­ing­ar og skaps­muni hlaupa með sig í gön­ur," seg­ir Jón Sig­urðsson og skrif­ar at­b­urðarás og yf­ir­lýs­ing­ar síðustu daga á reikn­ing fljót­færni og reynslu­leys­is þeirra borg­ar­full­trúa sem í hlut eiga. "Þetta er bernskt, vanþroskað upp­hlaup og vand­ræðal­egt orðagjálf­ur. Þeir eru í upp­námi og verður áreiðan­lega fyr­ir­gefið það. Auðvitað á að gefa borg­ar­full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins tíma til að ná jafn­vægi á ný. Þetta er gott fólk sem líður illa. Við vor­kenn­um því."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert