Flóttafólk að aðlagast nýjum aðstæðum

Kól­umb­íska flótta­fólkið sem kom til lands­ins fyr­ir rúmri viku er nú hægt og ró­lega að byrja í aðlög­un­ar­ferl­inu sem stend­ur í eitt ár. Ný­lega byrjaði full­orðna fólkið ís­lensku­nám í Alþjóðahúsi og börn­in eru að hefja nám í leik-, grunn-, og fram­halds­skól­um Reykja­vík­ur.

Í frétta­bréfi Rauða kross­ins kem­ur fram að flótta­manna­verk­efnið er sam­starfs­verk­efni stjórn­valda, Rauða kross­ins, Reykja­vík­ur­borg­ar og Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna. Reykja­vík­ur­deild Rauða kross­ins hef­ur um­sjá með fram­kvæmd mót­tök­unn­ar fyr­ir hönd Rauða kross­ins og höfðu starfs­fólk og sjálf­boðaliðar á veg­um deild­ar­inn­ar meðal ann­ars stand­sett íbúðir á veg­um borg­ar­inn­ar sem biðu flótta­fólks­ins. Rútu­fyr­ir­tækið Guðmund­ur Jónas­son ehf. sá um að aka flótta­fólk­inu til hinna nýju heim­kynna eins og það hef­ur alltaf gert síðan 1956 þegar fyrstu flótta­menn­irn­ir komu til Íslands.

Strax dag­inn eft­ir kom­una heim­sóttu stuðningsaðilar Rauða kross­ins flótta­fólkið og sýndu því sitt nán­asta um­hverfi og fóru til dæm­is í Fata­flokk­un­ar­stöð Rauða kross­ins þar sem fólkið fékk hlý föt. Alls hafa 58 manns eða sex til sjö fjöl­skyld­ur á hverja flótta­manna­fjöl­skyldu boðist til að aðstoða flótta­fólkið með stuðningi sín­um næstu tólf mánuði og hafa sjald­an eða aldrei svo marg­ir tekið þátt í flótta­manna­verk­efn­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert