Geir H. Haarde mætti á fund Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mætti á fund stjórna Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavíkur nú síðdegis. Fundurinn hefur staðið yfir síðan klukkan hálf-sex, en á hann mættu allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og stóð til að þar myndu þeir skýra sjónarmið sín varðandi slit borgarstjórnarmeirihlutans og ræða framtíðina. Þegar Geir kom út af fundinum sagði hann blaðamanni Morgunblaðsins m.a. að hann hefði ekki forsendur til annars en að fella sig við þau sjónarmið borgarfulltrúanna sem þegar hefðu komið fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert