iPod tollurinn er kominn til að vera

"iPod touch flokkast ekki sem lófatölva, heldur sem venjulegur mp3 spilari" segir Sveinbjörn Guðundsson aðaldeildarstjóri hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Þetta þýðir að spilarinn mun bera háa tolla, sem lófatölvur bera ekki. Á hinn bóginn mun iPhone síminn sem er væntanlegur á markað verða flokkaður sem sími en ekki upptökutæki, þrátt fyrir að iPhone sé með upptökumöguleikum, ólíkt iPod touch.

Að sögn Steingríms Árnasonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Apple IMC, eru góðar líkur á að iPhone síminn verði á svipuðu verði, ef ekki ódýari en iPod touch. iPhone síminn býður samt upp á fleiri möguleika en iPod touch. Verðið á 16Gb iPod touch spilara verður 53.990 kr í stað 39.990 kr án tolls. Samkvæmt upplýsingum 24 stunda eru engin áform í fjármálaráðuneytinu um að endurskoða tollana á iPod spilurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka