Yfirgnæfandi meirihluti fólks, eða 84,1%, vill að kveðnir verði upp þyngri dómar á Íslandi. Þetta kemur fram í könnum sem Afstaða, félag fanga á Litla Hrauni, stóð fyrir.
Alls tóku 511 manns þátt í könnuninni. Spurt var hvernig viðhorf fólks var á lengd dóma. 84,1%, eða 430 af þeim sem svöruðu, telja að dómar væru of stuttir. Níu prósent svarenda, eða 46, segja að dómar séu of langir. Aðeins 35, eða 6,8%, fannst þeir vera í lagi eins og þeir eru.