Nagladekkjanotkun látin óátalin

Ökumenn eru nú í óða önn að skipta yfir á vetrardekkin enda styttist í fyrsta vetrardag, sem er 27. október.

Mikið var að gera í upphafi vikunnar hjá Gúmmívinnustofunni í Skipholti og má vænta að svipuð hafi verið raunin víða annars staðar. Ýmsir skipta strax yfir á nagladekk þótt strangt til tekið byrji naglatíminn ekki fyrr en 1. nóvember. Hins vegar segist lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki munu gera athugasemdir við nagladekkjanotkun í ljósi þess tíðarfars sem verið hefur að undanförnu. Frost og hálka hafa þegar átt sinn þátt í umferðaróhöppum og segir lögreglan mestu skipta að ökumenn séu rétt búnir til vetraraksturs. Einnig þurfi að taka tillit til þeirra sem þurfa að aka út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þeir sem eru komnir á naglana verða því ekki sektaðir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert