Skífudómi áfrýjað til Hæstaréttar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði með dómi sínum á þriðjudag Samkeppniseftirlitið af kröfum Árdegis, sem rekur Skífuna, um að fella niður 65 milljóna króna sekt vegna brota á samkeppnislögum. Forstjóri Árdegis segir að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar og vinna þar að lútandi sé þegar hafin.

Málið á sér nokkuð langan aðdraganda og er ekki það fyrsta sem Skífan hefur höfðað á hendur samkeppnisyfirvöldum. Í desember árið 2001 var Skífunni, með ákvörðun samkeppnisráðs, gert að greiða 25 milljónir króna í sekt vegna samnings sem gerður var við Aðföng ehf. um sölu á geisladiskum í verslunum Baugs. Upphaf þess máls má rekja til erindis sem samkeppnisyfirvöldum barst frá Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) en í því var haldið fram að samningur væri aðila á milli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka