Skýr skilaboð frá Alþingi

"Ég tel að hreinlega eigi að banna þetta," segir Katrín Júlíusdóttir þingkona Samfylkingarinnar um þvagsýnatöku með þvaglegg úr ökumönnum sem grunaðir erum um akstur undir áhrifum vímugjafa. Þingmenn Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins tóku undir þessa skoðun hennar á Alþingi í gær.

Í fyrirspurn sem Katrín beindi til samgönguráðherra á Alþingi í gær spurði hún um það hvort hann teldi rétt að setja samræmdar verklagsreglur fyrir öll lögregluembætti um hvernig brugðist skuli við þegar fólk grunað um akstur undir áhrifum vímugjafa neitar að gefa þvagsýni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert