20 stiga hiti í Vopnafirði

Mjög hlýtt hefur verið á Austurlandi í dag. Í morgun klukkan 9 fór hitinn í 20 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði, samkvæmt sjálfvirkri veðurathugunarstöð þar og hefur haldist þannig síðan. Nokkuð hvasst er einnig á þessu svæði. Þá er 16 stiga hiti á Egilsstöðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka