Aðskilji björgunarstarf og sölu og þjónustu

Slysavarnafélagið Landsbjörg þarf að skilja fjárhagslega á milli björgunarþjónustu og …
Slysavarnafélagið Landsbjörg þarf að skilja fjárhagslega á milli björgunarþjónustu og samkeppnisstarfsemi, svo sem flugeldasölu. Morgunblaðið/G. Rúnar

Samkeppniseftirlitið hefur mælt fyrir um að Slysavarnafélagið Landsbjörg skuli skilja að fjárhagslega alla starfsemi félagsins, sem rekin er í samkeppni við aðila á markaði annars vegar, þ.e. umsýslu vegna sölu og þjónustu á sjúkrakössum, flugeldasölu og sölu jólatrjáa og almenna björgunar- og slysavarnarstarfsemi hins vegar sem að hluta til er rekin af almannafé.

Segir Samkeppniseftirlitið, að með fjárhagslegum aðskilnaði eigi að vera tryggt að samkeppnisrekstur Slysavarnafélagsins Landsbjargar sé ekki niðurgreiddur með fé frá starfsemi samtakanna sem nýtur opinberra fjárframlaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert