Bifhjólaástríða breiðist út

Bifhjól eru nú meira en þrisvar sinnum fleiri hérlendis en þau voru við lok ársins 2000. Þá voru þau 2.278 en 14. október sl. voru þau 7.849. Samhliða þessari þróun hefur svo þeim sem standast bifhjólapróf fjölgað mjög. Þeir voru 206 árið 1998 en voru orðnir 1063 í ágúst í ár. Það eru næstum nákvæmlega jafnmargir og stóðust prófið allt árið í fyrra, en það voru 1.064.

Athygli vekur einnig að aldursdreifing þeirra sem öðlast bifhjólaökuréttindi hefur breyst allnokkuð á síðustu átta árum. Árið 1998 voru 65% þeirra sem öðluðust réttindin undir þrítugu, en í fyrra var sú tala ekki nema 40%. Eldri ökumenn virðast því í vaxandi mæli sýna bifhjólaakstri áhuga. Athygli vekur einnig að allra yngstu ökumennirnir virðast vera að hverfa frá þessum ferðamáta. Nítján ára og yngri voru 19% allra þeirra sem hrepptu skírteinið árið 1998 en voru ekki nema 4% í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert