Fíkniefnin vógu 40 kíló en ekki 60

Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði.
Skútan við hlið varðskips í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Helgi Garðarsson

Fíkni­efn­in sem fund­ust um borð í skútu í Fá­skrúðsfjarðar­höfn vógu alls um 40 kíló en ekki 60 eins og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu greindi frá í upp­hafi.

Mis­ræmið felst í því að tösk­ur sem fíkni­efn­in fund­ust í höfðu verið þyngd­ar, a.m.k. sum­ar þeirra. Þyngd fíkni­efn­anna með umbúðum og tösk­um var um 60 kíló en efn­in sjálf voru 20 kíló­um létt­ari. Að sögn Friðriks Smára Björg­vins­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns voru 24 kíló af am­feta­míni í skút­unni, 14 kíló af e-töflu­dufti og um 1.800 e-töfl­ur.

Friðrik Smári sagði að fljót­lega eft­ir að málið kom upp hefði legið fyr­ir að magn fíkni­efn­anna var 40 kíló en ekki 60. Aðspurður hvers vegna magn­tal­an hefði ekki verið leiðrétt strax, sagði hann að ástæðan væri að hluta til rann­sókn­ar­hags­mun­ir og auk þess hefðu menn haft um margt annað að hugsa.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert