Íslenska þjóðin fær eintak af nýrri íslenskri Biblíuþýðingu

Frá athöfninni í Dómkirkjunni
Frá athöfninni í Dómkirkjunni mbl.is/Kristinn

Í dag kom út ný þýðing Biblí­unn­ar. For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, veitti fyrsta ein­taki hinn­ar nýju út­gáfu viðtöku fyr­ir hönd ís­lensku þjóðar­inn­ar við hátíðlega at­höfn í Dóm­kirkj­unni í morg­un. Bisk­up Íslands, Karl Sig­ur­björns­son, sem jafn­framt er for­seti Hins ís­lenska biblíu­fé­lags af­henti Bibl­í­una af hálfu fé­lags­ins og JPV út­gáfu.

Frá upp­hafi hef­ur þýðing­ar­starfið verið stutt dyggi­lega af hálfu Alþing­is og rík­is­stjórn­ar. Í virðing­ar- og þakk­ar­skyni fyr­ir þann stuðning munu bisk­up og for­ráðamenn út­gáf­unn­ar að lok­inni at­höfn í kirkj­unni, ganga yfir í Alþing­is­húsið og af­henda þar for­seta Alþing­is, Sturlu Böðvars­syni, for­sæt­is­ráðherra, Geir H. Haar­de og dóms- og kirkju­málaráðherra, Birni Bjarna­syni, hina nýju út­gáfu að gjöf, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert