Nú er síldin komin aftur inn á Grundarfjörð og mikið af henni. Krossey SF frá Hornafirði sótti 650 tonn af ágætri síld um síðustu helgi og strax eftir helgi var Bjarni Ólafsson AK 70 mættur inn á fjörðinn.
Að sögn Gísla Runólfssonar skipstjóra á Bjarna Ólafssyni köstuðu þeir á mánudagskvöldið og fengu strax 650 tonn og luku síðan við að fylla skipið á þriðjudagsmorgninum en sigldu síðan með fullfermi, 750 tonn, til Neskaupstaðar.
Nánari umfjöllun er í Morgunblaðinu.