Munir úr verslunarþrotabúi seldir í Kolaporti

Guðrún Guðmundsdóttir við hluta af vörunum sem seldar verða um …
Guðrún Guðmundsdóttir við hluta af vörunum sem seldar verða um helgina.

„Þetta er búið að spyrj­ast svo hratt út að það stopp­ar ekki sím­inn," sagði Guðrún Guðmunds­dótt­ir, eig­andi fé­lags­ins Frá­bært verð, sem ætl­ar um helg­ina að selja vör­ur úr þrota­búi versl­un­ar­inn­ar Hjart­ar Niel­sen í Kola­port­inu. Seg­ir Guðrún að vör­urn­ar verði seld­ar með 50-85% af­slætti.

Guðrún sagði, að fé­lagið hefði keypt þrota­búið og ætlaði að selja vör­urn­ar um helg­ina. Hún sagði að um væri að ræða mat­ar­stell, vasa, kerti o.fl. frá þekkt­um fram­leiðend­um en eng­in hnífa­pör.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert