Munir úr verslunarþrotabúi seldir í Kolaporti

Guðrún Guðmundsdóttir við hluta af vörunum sem seldar verða um …
Guðrún Guðmundsdóttir við hluta af vörunum sem seldar verða um helgina.

„Þetta er búið að spyrjast svo hratt út að það stoppar ekki síminn," sagði Guðrún Guðmundsdóttir, eigandi félagsins Frábært verð, sem ætlar um helgina að selja vörur úr þrotabúi verslunarinnar Hjartar Nielsen í Kolaportinu. Segir Guðrún að vörurnar verði seldar með 50-85% afslætti.

Guðrún sagði, að félagið hefði keypt þrotabúið og ætlaði að selja vörurnar um helgina. Hún sagði að um væri að ræða matarstell, vasa, kerti o.fl. frá þekktum framleiðendum en engin hnífapör.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka