Öryrkjar sjálfum sér verstir

Gylfi ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur
Gylfi ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur

„Öryrkja­banda­lagið vinn­ur gegn eig­in hags­mun­um með því að ráðast af heift gegn hug­mynd­um Sam­taka at­vinnu­lífs­ins áður en þær eru til­bún­ar," seg­ir Gylfi Arn­björns­son, fram­kvæmda­stjóri ASÍ.

„Hnútukast um einka­væðingu og nálg­un við am­er­ískt kerfi bygg­ir á mis­skiln­ingi. " Gylfi hafn­ar því al­farið að hug­mynd­ir um áfalla­trygg­inga­sjóð aðila vinnu­markaðar­ins vegi að al­manna­trygg­ing­um, eins og Sig­ur­steinn Más­son, formaður Öryrkja­banda­lags­ins, tel­ur.

„Við höf­um margít­rekað boðið stjórn Öryrkja­banda­lags­ins kynn­ingu sem hef­ur verið afþakkað." Sig­ur­steinn tel­ur að verið sé að skapa vel­ferðar­kerfi at­vinnu­lífs­ins. Sem er frá­leitt að mati Gylfa.

„Mest af veik­inda- og slysa­rétti er þegar í kjara­samn­ing­um. Veik­inda-, slysa- og ör­orku­rétt­ur kost­ar tæp­lega 7,7 pró­sent af laun­um. Hlut­ur rík­is­ins er 1,24 pró­sent. ASÍ legg­ur áherslu á öfl­ugt nor­rænt grunn­kerfi, eins og syst­ur­sam­tök­in."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert