„Öryrkjabandalagið vinnur gegn eigin hagsmunum með því að ráðast af heift gegn hugmyndum Samtaka atvinnulífsins áður en þær eru tilbúnar," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.
„Hnútukast um einkavæðingu og nálgun við amerískt kerfi byggir á misskilningi. " Gylfi hafnar því alfarið að hugmyndir um áfallatryggingasjóð aðila vinnumarkaðarins vegi að almannatryggingum, eins og Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, telur.
„Við höfum margítrekað boðið stjórn Öryrkjabandalagsins kynningu sem hefur verið afþakkað." Sigursteinn telur að verið sé að skapa velferðarkerfi atvinnulífsins. Sem er fráleitt að mati Gylfa.
„Mest af veikinda- og slysarétti er þegar í kjarasamningum. Veikinda-, slysa- og örorkuréttur kostar tæplega 7,7 prósent af launum. Hlutur ríkisins er 1,24 prósent. ASÍ leggur áherslu á öflugt norrænt grunnkerfi, eins og systursamtökin."