Tvær stjórnir - árekstur strax

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ástandið óþolandi og ekkert vit í því að oddviti Framsóknar í borginni rannsaki sjálfan sig. Þeim brá í brún við túlkun Jóns Sigurðssonar, varaformanns nýrrar stjórnar, á hlutverki hennar í 24 stundum í gær. Fulltrúarnir tveir fóru í gær fram á tafarlausan fund í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur þar sem hlutverk stjórnarinnar sé nú orðið æði óljóst.

Formanni nýrrar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur var skrifað í gærmorgun. Þeir segja að viðtal við Jón Sigurðsson í 24 stundum í gær þar sem fram hafi komið að pólitískur stýrihópur skipaður af borgarráði eigi að fara ofan í rekstur og móta framtíðarstefnu félagsins kalli á viðbrögð. Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon fara fram á stjórnarfundinn en þeir sitja báðir í nýju stjórninni. Í bréfinu sem Júlíus skrifar óskar hann eftir því að stjórnin taki málið fyrir sérstaklega með tilliti til æði óljóss hlutverks hennar, umboðs hennar, framsals á umboði og lagaskyldu hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert