Tvísýn atkvæðagreiðsla á ársfundi ASÍ

Frá ársfundi ASÍ
Frá ársfundi ASÍ

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla á ársfundi ASÍ um hvort fjölga eigi varaforsetum sambandsins úr einum í tvo. Tillaga þar að lútandi kom óvænt fram í gærmorgun frá miðstjórn ASÍ en Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði hefur boðið sig fram gegn sitjandi varaforseta, Ingibjörgu R. Guðmundsdóttur. Er talið tvísýnt um hvort tillagan verður samþykkt.

Er tillögunni ætlað að sætta mál svo ekki komi til kosningu á milli Ingibjargar og Signýjar og ef hún er samþykkt þá verði Ingibjörg fulltrúi verslunarmanna en Signý fulltrúi Starfsgreinasambandsins. Tillagan hefur verið umdeild á ársfundinum sem nú stendur yfir og ef hún fæst ekki samþykkt verður kosið á milli þeirra Ingibjargar og Signýjar undir hádegi. Áður voru varaforsetar ASÍ þrír talsins en var breytt fyrir um áratug síðan og þeim fækkað í einn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert