Vaxandi fordómar

Tvær konur, Solveiga Urboniene og Joanna Dominiczak, skrifa hvor sína greinina í Morgunblaðið í dag um vaxandi fordóma gegn útlendingum hér á landi.

Solveiga er Lithái og hefur átt heima hér í sex ár. Hún segir að nú geti Litháar ekki fengið leigðar íbúðir, þeir fái ekki vinnu og séu jafnvel reknir úr vinnunni fyrir það eitt að vera frá Litháen. Solveiga kveðst hafa komið hingað með fjölskyldu sinni í von um betra líf. Nú þurfi þau að hlusta á dónaskap og fordóma fyrir það eitt að vera frá Litháen. Solveiga segir að í Litháen búi meira en þrjár milljónir manna. Hún geti borið ábyrgð á fjölskyldu sinni og sjálfri sér en ekki öllum samlöndum sínum.

Joanna telur fordóma hafa vaxið frá því hún kom hingað fyrir þremur árum. Tilefni greinar hennar er skrif Unnar Maríu Birgisdóttur, en útlendir menn réðust á mann hennar og félaga hans. Joanna kveðst vilja vekja athygli á sér og öðrum útlendingum sem eru á móti glæpum, hvort sem þeir tengjast Íslendingum eða öðrum. Hún segir að neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum um útlendinga hafi í för með sér afleiðingar fyrir saklaust fólk. Fólk sem vill fá að lifa venjulegu lífi en þarf svo að líða fyrir afbrot annarra.

"Þetta er ekki beint ofbeldi gagnvart okkur hinum en þetta kallast andlegt ofbeldi, að maður þurfi að finna fyrir óvingjarnlegum svip, fá verri þjónustu eða heyra niðurlægjandi athugasemdir þegar maður gengur í rólegheitum í bænum með vinum sínum."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert