Biðst afsökunar á grein

„Ég biðst af­sök­un­ar á ónær­gætni og fljót­færni í skrif­um reiðrar konu sem runn­in er reiðin," skrif­ar Unn­ur María Birg­is­dótt­ir í grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag. Hún kveðst hafa fengið mjög sterk viðbrögð við grein sem hún skrifaði og birt­ist 9. októ­ber sl. Þar lýsti hún árás sem maður henn­ar og fé­lagi hans urðu fyr­ir af hendi tveggja er­lendra manna.

Unn­ur ritaði um­rædda grein eft­ir að hafa verið með manni sín­um á bráðamót­töku sjúkra­húss alla nótt­ina eft­ir árás­ina. Hann kom heim illa laskaður og niður­brot­inn eft­ir árás­ina. Unn­ur seg­ist sjá eft­ir því að hafa skrifað að árás­ar­menn­irn­ir hafi verið frá Póllandi eða ná­granna­lönd­um Pól­lands. Hún biður af­sök­un­ar alla sem skrif henn­ar særðu.

Unn­ur seg­ir til­gang sinn með rit­un grein­ar­inn­ar hafa verið að draga fram vitni að árás­inni, ef ein­hver voru. Árás­ar­menn­irn­ir eru enn ófundn­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert