Biðst afsökunar á grein

„Ég biðst afsökunar á ónærgætni og fljótfærni í skrifum reiðrar konu sem runnin er reiðin," skrifar Unnur María Birgisdóttir í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hún kveðst hafa fengið mjög sterk viðbrögð við grein sem hún skrifaði og birtist 9. október sl. Þar lýsti hún árás sem maður hennar og félagi hans urðu fyrir af hendi tveggja erlendra manna.

Unnur ritaði umrædda grein eftir að hafa verið með manni sínum á bráðamóttöku sjúkrahúss alla nóttina eftir árásina. Hann kom heim illa laskaður og niðurbrotinn eftir árásina. Unnur segist sjá eftir því að hafa skrifað að árásarmennirnir hafi verið frá Póllandi eða nágrannalöndum Póllands. Hún biður afsökunar alla sem skrif hennar særðu.

Unnur segir tilgang sinn með ritun greinarinnar hafa verið að draga fram vitni að árásinni, ef einhver voru. Árásarmennirnir eru enn ófundnir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert