„Fólki heitt í hamsi"

Frá ársfundi ASÍ
Frá ársfundi ASÍ mbl.is/Frikki

Fulltrúar á ársfundi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segja að leggja þurfi áherslu á aukinn kaupmátt og hækkun lægstu launa í komandi kjarasamningum.

Már Guðnason, fulltrúi Verkalýðsfélags Suðurlands, sagði að svokallað sjálftökulið hefði breytt landslaginu. "Það hefur gert að verkum að fólki er orðið heitt í hamsi og vill fá meira."

Rannveig Sigurðardóttir, fulltrúi VR, sagði skiljanlegt að hinir lægst launuðu færu fram á miklar launahækkanir. "Útvarpsstjóri gaf upp boltann fyrir komandi kjarasamninga. Hér horfir fólk á og talar mikið um þessa milljarðamæringa sem eru eingöngu með fjármagnstekjur og greiða ekkert til samfélagsins. Þetta þarf að jafna." Jón Jónsson, fulltrúi Verkalýðsfélags Akraness, kvaðst vona að krafan um hækkun lægstu launa yrði sótt fast í komandi kjaraviðræðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert