Gagnrýnir tillögu biskups

Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.
Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.

Hópur presta ætlar að beita sér fyrir því að fella tillögu Karls Sigurbjörnssonar biskups um að kirkjuþing, sem hefst í Grensáskirkju í dag, ítreki að þjóðkirkjan standi við skilning sinn á hjónabandi sem sáttmála karls og konu. Þetta segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi.

"Við erum mörg sem teljum það ekki vera tímabært að setja fram niðurstöðu um hvernig þjóðkirkjan skilgreini hjónaband. Sú vinna sem hefur átt sér stað innan kenningarnefndar þjóðkirkjunnar, og eins og málin hafa verið rædd á vettvangi þjóðkirkjunnar, miðast við að aðeins sé verið að ræða um staðfesta samvist," segir Kristín.

Hún ítrekar þó að almennur stuðningur sé við annað í tillögu þeirri sem biskup leggur fyrir kirkjuþingið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert