Handtekinn vegna stera

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lagði hald á tals­vert magn af ster­um í aust­ur­borg­inni á föstu­dag og hand­tók karl­mann í tengsl­um við málið. Hann er 48 ára að aldri og var sleppt að lokn­um yf­ir­heyrsl­um hjá lög­reglu. Ekki þóttu efni til að krefjast gæslu­v­arðhalds í mál­inu sem komið er inn á borð rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar.

Ster­arn­ir sam­an­standa af töfl­um og vökva og seg­ir lög­regl­an að efn­in hafi fund­ist und­ir sólpalli við íbúðar­hús, þar sem leit­in fór fram á föstu­dag.

Ekki hef­ur verið upp­lýst hvort hinn hand­tekni hef­ur komið við sögu lög­reglu áður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert