Hannes Hlífar úr leik á Íslandsmótinu í atskák

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Íslandsmeistari í skák, og Þröstur Þórhallsson voru báðir slegnir úr leik í fjórðu umferð Íslandsmótsins í atskák í dag. Snorri G. Bergsson, sló Hannes Hlífar út en hann vann einnig Hannes á Skákþingi Íslands fyrr í haust. Björn Þorfinnsson vann Þröst Þórhallsson 2:0.

Þá vann Bragi Þorfinnsson Arnar Gunnarsson, núverandi Íslandsmeistara í atskák, og Stefán Kristjánsson vann Davíð Kjartansson.

Undanúrslit standa nú yfir. Þar mætast Bragi og Snorri og Bragi og Stefán. Enginn þeirra hefur orðið Íslandsmeistari í atskák áður svo það er ljóst að nýr atskákmeistari verður krýndur. Mögulegt er að bræður mætust í úrslitum vinni þeir Björn og Bragi sín einvígi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert