„Við sinntum störfum okkar vel"

Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hanna Birna Kristjánsdóttir mbl.is/RAX

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi segist ekki gefast upp fyrir lúalegum vinnubrögðum tiltekinna stjórnmálafla og gagnrýnir Björn Inga Hrafnsson harðlega í viðtali við 24stundir.

„Allt tal um að meirihlutasamstarfið hafi farið út um þúfur vegna ágreinings í hópi sjálfstæðismanna eru hrein ósannindi. Sú kynslóð framsóknarmanna sem Björn Ingi Hrafnsson tilheyrir er þekkt fyrir ákveðnar spunaáherslur í stjórnmálum. Ég held að þessi kenning um glundroða sé runnin undan þeirra rifjum. Skortur á samráði á milli okkar og borgarstjóra er fullkomið aukaatriði á meðan hagsmunagæsla Björns Inga er aðalatriðið. Þegar til kastanna kom var Björn Ingi Hrafnsson ekki tilbúinn til að leysa málið með lýðræðislegum hætti. Hann sýndi engin heilindi í okkar garð heldur ákvað að ganga annarra erinda og annarra hagsmuna. Við vorum ekki tilbúin í þann leiðangur með honum og um leið og hann skynjaði það sneri hann sér annað. Hann er að verja hagsmuni sem ég er ekki tilbúin til að verja," segir Hanna Birna.

Hún segir borgarbúa verða að spyrja sig að því hvaða hagsmuni Björn Ingi var í raun að verja.

"Við spurðum Björn Inga margra spurninga á borgarstjórnarfundi fyrr í vikunni. Hann svaraði þeim ekki. Vissi Björn Ingi ekki hverjir eiga þau fyrirtæki sem eru að koma inn í þetta verkefni? Vissi hann ekki að fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins á þarna stóran hlut? Sömuleiðis fyrrverandi formaður í fjármálaráði Framsóknarflokksins. Og einn af aðallögfræðingum Framsóknarflokksins. Vissi hann það ekki? Var hann virkilega ekki meðvitaður um hvaða fyrirtæki þetta eru?"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert