Áfram skjálftavirkni við Upptyppinga

Áframhaldandi skjálftavirkni hefur verið við Upptyppinga norðan Vatnajökuls en skjálftahrina hófst á svæðinu á föstudag. Á fimmta tug skjálfta hefur orðið þarna frá því í fyrrinótt, samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista á vef Veðurstofunnar. Stærstu skjálftarnir eru rúmlega þrjú stig á Richterkvarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert