Björn Ingi ekki í stýrihópnum

Björn Ingi Hrafnsson
Björn Ingi Hrafnsson Brynjar Gauti

Björn Ingi Hrafns­son, borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, tek­ur ekki sæti í stýri­hóp um mál­efni REI sem Svandís Svavars­dótt­ir, borg­ar­full­trúi VG, mun stýra. Óskar Bergs­son, vara­borg­ar­full­trúi fram­sókn­ar­manna mun taka sæti í hópn­um í stað Björns Inga. Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, borg­ar­full­trúi sjálf­stæðismanna mun held­ur ekki taka sæti í hópn­um held­ur Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir.

Í Frétta­blaðinu í dag kem­ur fram að það hafi al­farið verið ákvörðun Björns Inga að taka ekki þátt í hópn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert