Helga Guðrún Guðjónsdóttir kjörin formaður UMFÍ

Helga Guðrún Guðjónsdóttir nýkjörin formaður UMFÍ og Björn B. Jónsson …
Helga Guðrún Guðjónsdóttir nýkjörin formaður UMFÍ og Björn B. Jónsson fráfarandi formaður.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem lauk á Þingvöllum í dag. Fráfarandi formaður, Björn B. Jónsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en hann hafði gengt formennsku í sex ár. Helga Guðrún var ein í kjöri og er þetta í fyrsta skipti í 100 ára sögu UMFÍ sem kona er formaður í hreyfingunni.

„Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti, gleði, ánægja og væntingar. Það er bjart fram undan í hreyfingunni og mikill hugur. Þetta þing var mjög starfsamt og góður andi ríkti á því. Það er mikið í gangi í hreyfingunni á næstunni og má í því sambandi nefna Play the Game ráðstefnuna sem við höldum í samstarfi við Samtök íþróttfréttamanna og er liður í 100 ára afmæli UMFÍ. Svo að fylgja eftir öllum þeim góðu tillögum sem samþykktar voru á Sambandsþinginu um helgina. Bygging nýrra aðlastöðva stendur fyrir dyrum þannig að það er í nógu að snúast," sagði Helga Guðrún Guðjónsdóttir, nýkjörin formaður UMFÍ.

Í aðalstjórn UMFÍ voru kosnir Björn Ármann Ólafsson, Ásdís Helga Bjarnadóttir, Einar Haraldsson, Hringur Hreinsson, Björg Jakobsdóttir og Örn Guðnason. Í varastjórn voru kosin Eyrún Harpa Hlynsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Jóhann Tryggvason og Einar Jón Gestsson.

Meðal tillagna sem lá fyrir þinginu var umsókn ÍBR um inngöngu í UMFÍ. Tillagan hljóðar svo: 45 Sambandsþing UMFÍ fagnar áhuga ÍBR að taka þátt í starfi ungmennafélaga. Þingið telur þó ekki forsendur fyrir því að ÍBR fái aðild að UMFÍ. Þingið felur stjórn UMFÍ að taka upp viðræður við ÍSÍ um heildarskipulag ungmennafélag og íþróttahreyfingarinnar þ.á.m skiptingu lottóágóða. Þessi tillaga var samþykkt með 47 atkvæðum gegn 45.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert