Nýr predikunarstóll vígður í Árneskirkju á Ströndum

Frá guðsþjónustunni í dag, f.v. Kristín, Sigríður og Guðni.
Frá guðsþjónustunni í dag, f.v. Kristín, Sigríður og Guðni. mbl.is/Jón Guðbjörn Guðjónsson

Nýr predikunarstóll var vígður í Árneskirkju í Árneshreppi á Ströndum við guðsþjónustu í dag. Stólinn hannaði Guðlaugur Gauti Jónsson arkitekt, en hann teiknaði einnig Árneskirkju hina nýrri. Stóllinn var gefinn af afkomendum hjónanna Jóns Guðlaugssonar frá Steinstúni og Aðalheiðar Magnúsdóttur.

Við guðsþjónustuna predikaði sr. Guðni Þór Ólafsson prófastur, en fyrir altari þjónuðu sr. Sigríður Óladóttir sóknarprestur og Kristín Árnadóttir djákni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert