17 þúsund erlendir ríkisborgarar á vinnumarkaði hér

Áætlað er að 40% starfsmanna í byggingariðnaði hér á landi …
Áætlað er að 40% starfsmanna í byggingariðnaði hér á landi séu með erlendan ríkisborgararétt.

Vinnumálastofnun áætlar að um 22.000 erlendir ríkisborgarar séu nú búsettir á landinu og um eða yfir 17.000 þeirra séu á vinnumarkaði. Stofnunin segir, að mikil fjölgun erlendra starfsmanna hafi verið innan flestra atvinnugreina frá árinu 2005, einkum þó byggingariðnaðar þar sem áætlað sé að um 40% starfsmanna séu með erlendan ríkisborgararétt.

Langflestir þeirra sem koma til starfa hingað til lands frá ríkjum utan gamla evrópska efnahagssvæðisins koma frá Póllandi.

Úttektin byggir að mestu á útgáfu atvinnuleyfa, skráningu starfsfólks frá nýju ríkjum ESB og fjölda útlendinga sem hafa komið til starfa gegnum starfsmannaleigur eða sem útsendir starfsmenn, auk upplýsinga frá Hagstofu Íslands.

Skýrsla Vinnumálastofnunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert