34 teknir fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar

Lögreglan að störfum í miðborginni
Lögreglan að störfum í miðborginni mbl.is/Júlíus

Þrjá­tíu og fjór­ir ein­stak­ling­ar brutu gegn lög­reglu­samþykkt Reykja­vík­ur­borg­ar um helg­ina. Nítj­án gerðust sek­ir um þetta at­hæfi aðfaranótt laug­ar­dags og fimmtán aðfaranótt sunnu­dags. Þetta voru þrjá­tíu og þrír karl­ar og ein kona, 18 ára. Karl­arn­ir eru lang­flest­ir á þrítugs­aldri, eða 25, og fjór­ir eru und­ir tví­tugu. Elsti karl­inn er hins veg­ar á sex­tugs­aldri.

Hinir brot­legu höfðu í frammi ým­is­kon­ar ólæti og óspekt­ir en þeim var boðið að ljúka mál­inu með sekt­ar­greiðslu. Marg­ir tóku þann kost­inn en meðal þess sem fólkið gerði af sér var að kasta af sér þvagi á al­manna­færi, fleygja rusli og brjóta glös. Af öðrum brot­um má nefna að einn var tek­inn fyr­ir að veit­ast að lög­reglu­manni, ann­ar fyr­ir að klifra upp á bíl og sá þriðji fyr­ir að gyrða niður um sig bux­urn­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert