Aðeins eitt refabú eftir í landinu

Aðeins eitt refabú er eftir í landinu en það er á Hrólfsstöðum á Jökuldal. Fram kemur í Bændablaðinu, að þegar best lét voru á milli 150 og 160 refabú hér á landi en ástæðan fyrir þessari hnignun í refarækt er fyrst og fremst verðhrun á refaskinnum á heimsmarkaði á sama tíma og verð á minkaskinnum er í sögulegu hámarki.

Haft er eftir Guðmundi Ólafssyni, bónda á Hrólfsstöðum, að margt bendi til þess að hann skeri refina í búinu í haust en hann er með um 150 læður í búrum. Segir Guðmundur, að hann hafi verið að hugsa um að bregða búi í fyrra en hætt við. Hann segir að ekkert hafi verið upp úr refaræktinni að hafa í 4-5 ár og hann og kona hans hafa lengi unnið utan heimilis með refabúskapnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert