Rok og rigning á suðvesturhorninu

Það er vont veður, og ætti ekki að fara fram hjá nokkrum manni, úrhellisrigning er í höfuðborginni og rok og hefur Veðurstofa Íslands sent frá sér viðvörun vegna þess að búist er við stormi suðvestanlands í kvöld. Flugi hefur ekki enn verið aflýst, nema einni ferð til Ísafjarðar.

En veðrið hefur samt áhrif á daglegt líf borgarbúa, sem þurfa að berjast í gegn um rok og rigningu og laufblaðaslabb til að komast erinda sinna, eða sitja fastir í bíl. Það er bara ein möguleg skýring á þessu öllu saman, það er komið haust, og þess vegna kannski best klæða sig vel, eða halda sig inni.

Vindhraði hefur farið yfir 20 metra á sekúndu í hviðum í höfuðborginni nú síðdegis. Gert er ráð fyrir að veðrið lægi þar í kvöld. Einhverjar smávægilegar skemmdir munu hafa orðið af völdum veðursins, gervihnattadiskur losnaði í Hafnarfirði og eitthvað lauslegt hafa fokið í efri byggðum Kópavogs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka