Efast um makrílafla Íslendinga við Noreg

Samtök norskra útvegsmanna segjast efast um að íslensk skip hafi veitt 33 þúsund tonn af makríl í sumar, sem síðan hafi verið landað til bræðslu og lýsisvinnslu. Hafa samtökin sent sjávarútvegsráðuneytinu bréf þar sem lýst er grunsemdum um að aflinn hafi í raun verið eins mikill og Íslendingar hafi gefið upp en makrílaflinn er meðafli með síld.

Fram kemur á fréttavef norska blaðsins Fiskaren í dag, að Íslendingar vilji komast að samningaborðinu um makrílkvóta en önnur makrílveiðilönd hafi neitað Íslendingum um slíkt.

Útvegsmennirnir segja í bréfinu, að íslensku skipin hafi gefið bræðslusíld upp sem makríl, bæði til að hækka aflatölur og drýgja síldarkvótann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert