Efast um makrílafla Íslendinga við Noreg

Sam­tök norskra út­vegs­manna segj­ast ef­ast um að ís­lensk skip hafi veitt 33 þúsund tonn af mak­ríl í sum­ar, sem síðan hafi verið landað til bræðslu og lýs­is­vinnslu. Hafa sam­tök­in sent sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu bréf þar sem lýst er grun­semd­um um að afl­inn hafi í raun verið eins mik­ill og Íslend­ing­ar hafi gefið upp en mak­rílafl­inn er meðafli með síld.

Fram kem­ur á frétta­vef norska blaðsins Fiskar­en í dag, að Íslend­ing­ar vilji kom­ast að samn­inga­borðinu um mak­ríl­kvóta en önn­ur mak­ríl­veiðilönd hafi neitað Íslend­ing­um um slíkt.

Útvegs­menn­irn­ir segja í bréf­inu, að ís­lensku skip­in hafi gefið bræðslu­síld upp sem mak­ríl, bæði til að hækka afla­töl­ur og drýgja síld­arkvót­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert