Ekki fylgst með því hvert fólk fer í raun

Ekki fylgst með því hér á landi hvert fólk fer í raun, sem skráir sig til heimilis erlendis, samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár en greint var frá því í fjölmiðlum í Danmörku í morgun að ekkert sé vitað um það hvað orðið hafi af 92 Dönum sem skráð hafi sig til heimilis í Norður Kóreu á undanförnum 27 árum.

Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er hins vegar töluvert um það hér á landi að fólk sem í raun búi erlendis vilji halda skráningu sinni og réttindum hér á landi og er reynt að taka á því þegar vísbendingar um slíkt koma upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert