Indónesar lýsa áhuga á samstarfi varðandi álframleiðslu og fiskveiðar

Forseti Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono.
Forseti Indónesíu, Susilo Bambang Yudhoyono. Reuters

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra seg­ir að fram hafi komið á fundi sín­um með Susi­lo Bam­bang Yudhoyono, for­seta Indó­nes­íu, orku­málaráðherra, iðnaðarráðherra og ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála í land­inu í morg­un að auk þess sem Indó­nes­ar hafi áhuga á sam­vinnu við Íslend­inga varðandi jarðvarma­nýt­ingu hafi þeir áhuga á sam­starfi um álfram­leiðslu þar í landi með nýt­ingu grænn­ar um­hverf­i­sorku og nánu sam­starfi við Íslend­inga varðandi þróun fisk­veiða utan grunn­sævis.

„Á Indó­nes­íu eru mikl­ar báxí­t­nám­ur sem þeir hafa áhuga á að nýta til áliðnaðar með grænni um­hverf­i­sorku,” sagði Össur er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. „Þeir hafa einnig áhuga á auknu sam­starfi við okk­ur varðandi þróun fisk­veiða en Indó­nesía sam­an­stend­ur af 17.000 eyj­um þannig að strand­lengj­an er gríðarlega stór og það er ljóst að þar er mikið um vannýtt­ar fiski­teg­und­ir utan grunn­sævis. Fyrsta skrefið í sam­vinnu ríkj­anna í sjáv­ar­út­vegs­mál­um mun hins veg­ar fel­ast í því að ég muni beita mér fyr­ir því að Indó­nes­ar geti stundað nám í Sjáv­ar­út­vegs­háskóla Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi en það geta þeir ekki sam­kvæmt því fyr­ir­komu­lagi sem nú er í gildi.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert