Námsmenn fagna frumvarpi um LÍN

Námsmannahreyfingin, sem samanstendur af Bandalagi íslenskra námsmanna, Samband íslenskra námsmanna erlendis, Iðnemasambandi Íslands og Stúdentaráði Háskóla Íslands sem hver eiga einn fulltrúa í stjórn LÍN, fagna frumvarpi þingmanna Framsóknarflokksins um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Fraumvarpið var lagt fram á Alþingi 3. október. Þar er lagt til að taka upp styrkjakerfi, við hlið hins hefðbundna lánakerfis. Skyrkjakerfið er þannig hugsað að ljúki námsmaður námi samkvæmt reglum viðkomandi skóla og á tilskildum tíma breytist þriðjungur af námsláni hans í óafturkræfan styrk sem hvorki verður tekjutengdur eða skattlagður.

Í yfirlýsingu frá Námsmannahreyfingunni segir, að Samfylkingin hafi verð með svipaða styrkjatillögu og Framsóknarflokkurinn á sinni stefnuskrá fyrir síðustu alþingiskosningar og því borðleggjandi að flokkurinn taki undir frumvarp Framsóknarmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert