Össur: Það hefur enginn spurt eftir Bjarna

Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson

Össur Skarp­héðins­son iðnaðarráðherra seg­ist ekki hafa orðið var við það að deil­urn­ar um samruna Reykja­vik Energy In­vest og Geys­ir Green Energy hafi haft áhrif á viðhorf er­lendra ráðamanna og sér­fræðinga til jarðorku­mála á Íslandi en Össur er nú á ferð í Indó­nes­íu þar sem hann hef­ur m.a. rætt við ráðamenn um hugs­an­lega sam­vinnu ríkj­anna varðandi jarðvarma­nýt­ingu. Þá seg­ist hann ekki hafa orðið var við það að fjar­vera Bjarna Ármanns­son­ar, stjórn­ar­for­manns REI, hafi haft áhrif á viðræður um málið.

„Ég er hér sem full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ég klára mig al­veg einn,” sagði Össur er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. „Það hef­ur eng­inn spurt eft­ir Bjarna og ég hef hvergi orðið þess áskynja að deil­urn­ar um mál­efni Orku­veitu Reykja­vík­ur hafi haft nein áhrif á áhuga manna á sam­vinnu við Íslend­inga varðandi þessi mál.”

Össur sagðist hins veg­ar hafa orðið var við það að til staðar sé ákveðin þekk­ing á jarðvarma­nýt­ingu Íslend­inga í Indó­nes­íu sem m.a. megi rekja til þess að tutt­ugu til þrjá­tíu Indó­nes­ar hafi sótt Jarðhita­skóla Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi.

Þá sagði hann það sýna það trúnaðar­traust sem Íslend­ing­ar njóti á þess­um vett­vangi að samþykkt hafi verið á fundi hans með Susi­lo Bam­bang Yudhoyono, for­seta Indó­nes­íu, í morg­un að halda sér­stak­an sum­arskóla hér á landi í tengsl­um við Jarðhita­skóla SÞ þrjú næstu sum­ur sem efni­leg­um jarðvís­inda­mönn­um frá Asíu verði boðið til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert