Steinunn Ólína: San Diego lömuð vegna skógareldanna

Um hálf milljón manna er nú á flótta undan skógareldum í suðurhluta Kalíforníu, rúmlega 700 byggingar hafa brunnið og hafa slökkviliðsmenn engin tök á eldunum enn sem komið er. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem býr ásamt fjölskyldu sinni í San Diego, segir að borgin sé algjörlega lömuð vegna eldanna.

Þegar dagur reis á vesturströnd Bandaríkjanna nú síðdegis að íslenskum tíma var þúsundum íbúa San Diego sýslu gert að yfirgefa heimili sín, til viðbótar við þá sem þegar höfðu flúið. Þá hafa nýir eldar kviknað, en mun minni en þeir stærstu sem barist er við. Miklir vindar og þurrkar valda því að slökkviliðsmenn fá lítið ráðið við eldana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert