Veðurstofa Íslands sendi frá sér viðvörun í morgun því búist er við stormi við vesturströndina í kvöld. Spáð er suðvestanátt, með 10 til 15 metrum á sekúndu og rigningu eða súld í fyrstu, en síðan skúrir. Síðdegis er reiknað með að hvessi og að vindur fari upp í 15-23 metra á sekúndu og síðan koma skúrir eða slydduél með kvöldinu, hvassast verður við vesturströndina. Léttir til á Norður- og Austurlandi. Heldur hægari seinni partinn á morgun. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast norðaustan til.